Gríðarleg verðlækkum?

"Skífan lækkar strax," segir í auglýsingu frá hljómplötuverslunum Skífunnar. Sýnd eru dæmi um nokkrar plötur sem lækki í verði úr 2.199 krónum í 1.890 nú, þegar skattabreytingarnar dynja yfir.

Þetta vakti athygli mína vegna þess að nokkra síðustu mánuði nýliðins árs , a.m.k. til ársloka, kostuðu þessar og sambærilegar plötur í Skífunni 1.990 krónur. Er þetta ekki talandi dæmi um að hækka verðið til að geta lækkað það þannig að í raun standi það svo gott sem í stað? Það getur svo sem vel verið að Skífumenn skáki í því skjólinu að 1.990 hafi verið tilboðsverð, en það tilboð gilti þó svo mánuðum skipti. Ég kalla það fast, reglulegt verð.

Hvernig sem talan 1.890 er fundin út er augljóst að þetta er bjánalega hátt verð á hljómplötum. Okrið á plötumarkaðinum er meginorsök ólöglegrar fjölföldunar hljómplatna. Það er bara einfaldur sannleikur. Og með þessum nýju skattabreytingum færir Skífan okkur ekki nær eðlilegu markaðsverði á hljómplötum en verið hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband