Að mynda stjórn

Ég hef fengist talsvert við að taka ljósmyndir, lenti fyrir fáum árum í þriðju myndadellu ævinnar og hún stendur enn. Auðvitað er gaman að taka myndir af atburðum og það gera almennilegir ljósmyndarar oft og iðulega. En sumir myndatökumenn, sérstaklega þeir sem vinna hjá þessum örfáu pappírsfjölmiðlum á Íslandi, sjást ekki alltaf fyrir. Gassagangurinn í þeim er núorðið oft slíkur að þeir taka mestalla athygli frá því sem er fréttnæmt en stinga sjálfum sér í sviðsljósið. Það finnst mér hvorki rétt né kurteislegt.

Mig langar til að benda á eitt einfalt dæmi. Í Sjónvarpinu var um daginn svolítil frétt um það að Geir Haarde hefði farið til Bessastaða og forseti landsins hefði falið honum að reyna að mynda ríkisstjórn. Þetta er í sjálfu sér fréttnæmt þótt allir hafi vitað hvað til stóð. En takið eftir: Á meðan forsetinn svaraði erindinu í áheyrn fréttamanna, í atriði sem tók nálægt 2 mínútum, taldi ég meira en 200 myndavélasmelli. Kliðurinn í myndavélunum var slíkur að það var eins og upptakan væri í vélasal og mál þess sem talaði varð mun óskýrara en ef hann hefði fengið að mæla það í þögn.

Mér finnst sjálfsögð kurteisi og tillitssemi af ljósmyndurum að gæta hófs, forðast að trufla, taka myndir og halda sig svo til hlés, nema eitthvert stórmerkilegt andartak komi upp á. Reyndar væri eðlilegt að þegar gefnar eru yfirlýsingar biðji embættismenn eins og þessir um að myndatökumenn láti vera að smella rétt á meðan tilkynning er lesin - rétt eins og fólk slekkur á farsímum til að trufla ekki athafnir. Og þegar á allt er litið og hversu mikið sem myndatökumenn smella þá eru það ekki þeir sem mynda stjórnBrosandi Þeir eru bara áhorfendur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er rétthæstur til fréttarinnar. Ljósmyndarinn, Blaðamaðurinn, sjónvarpsupptökumaðurinn.

Allir hafa sinn rétt en oftar en ekki er gengið á rétt ljósmyndarans fram yfir aðra.

Það að ætla ljósmyndurum "Að halda sig til hlés" er yfirgangur og lætur nærri frekju.

Hins vegar er alveg örugglega ekki vanþörf á að siða aðeins til hina yngri sem í stéttinni eru.

kristjan (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 00:14

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það þýðir ekkert að halda sig til hlés ef maður ætlar að ná góðum myndum. En það er spurning hvort opinberir aðilar skipuleggi hlutina nægilega vel þannig að ljósmyndarar geti unnið vinnuna sína en það sé friður á meðan einhver smáupplesning er. Svo er auðvitað spurning hvort það þurfi nokkuð að smella í þessum myndavélum yfirleitt;-) Það er hinsvegar tæknilegt atriði;-)

Lára Stefánsdóttir, 2.6.2007 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband